Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. október 2014 14:31
Magnús Már Einarsson
Kristinn Rúnar í viðræðum við Fram
Kristinn Rúnar Jónsson.
Kristinn Rúnar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net
Kristinn Rúnar Jónsson hefur átt í viðræðum um að taka við liði Fram en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Kristinn vildi lítið tjá sig um málið að öðru leyti. ,,Þetta kemur ljós í dag," sagði Kristinn við Fótbolta.net en líklegt er að gengið verði frá ráðningu hans síðdegis.

Hinn fimmtugi Kristinn þekkir vel til hjá Fram en hann spilaði með liðinu í áraraðir. Kristinn þjálfaði síðan Framara frá 2001 þar til í byrjun júní 2003 þegar hann fékk að taka pokann sinn. Kristinn þjálfaði einnig ÍBV í úrvalsdeild árið 2000.

Frá árinu 2007 hefur Kristinn Rúnar síðan verið þjálfari hjá U19 ára landsliði karla.

Framarar hafa verið í þjálfaraleit frá því á föstudag þegar Bjarni Guðjónsson hætti með liðið.
Athugasemdir
banner
banner