þri 21. október 2014 06:00
Magnús Már Einarsson
Lokahóf hjá ÍBV, KF, Einherja, Berserkjum, Þrótti V. og KFG
Jonathan Glenn var bestur hjá ÍBV.
Jonathan Glenn var bestur hjá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gabríel Reynisson var bestur hjá KF.
Gabríel Reynisson var bestur hjá KF.
Mynd: Jón Örvar Arason
Jón Orri var bestur hjá Einherja.
Jón Orri var bestur hjá Einherja.
Mynd: Jósep H. Jósepsson
Þjálfari og formaður með þeim efnilegasta 2014 á lokahófi KFG í gær, Arnari Þór Ingasyni. Bjarni Pálmason var valinn bestur sem jafnframt var markahæsti leikmaðurinn á árinu.
Þjálfari og formaður með þeim efnilegasta 2014 á lokahófi KFG í gær, Arnari Þór Ingasyni. Bjarni Pálmason var valinn bestur sem jafnframt var markahæsti leikmaðurinn á árinu.
Mynd: Þorsteinn Ólafs
Lokahóf ÍBV fór fram á dögunum. Jonathan Glenn var markahæstur og bestur og Jón Ingason var valinn ÍBV-ari ársins. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir var valin best, Shaneka Gordon var markahæst og Sigríður Lára Garðarsdóttir var ÍBV-ari ársins.

Gabríel Reynisson var valinn bestur á lokahófi KF á dögunum. Jakob Hafsteinsson var efnilegastur og Friðrik Örn Ásgeirsson fékk verðlaun fyrir mestu framfarir.

Berserkir héldu lokahóf sitt á dögunum. Þar var Einar Guðnason valinn leikmaður ársins og Jón Steinar Ágústsson tignarlegastur á velli.

Jón Orri Ólafsson var valinn bestur á lokahófi Einherja á dögunum og Heiðar Aðalbjörnsson efnilegastur.

Það var mikið um dýrðir í Vogunum þegar lokahóf Þróttar fór fram á dögunum en 100 manns mættu á svæðið. Þorsteinn Gunnarsson, fráfarandi þjálfari, fékk fallega kveðjugjöfog fór með ræðu. Þakkaði hann sérstaklega leikmönnum, þjálfarateyminu, stjórninni og stuðningsmönnum fyrir skemmtilegar stundir og góðar minningar. Einnig skoraði hann á leikmenn liðsins að halda áfram og ljúka þessu verkefni sem er að koma félaginu upp um deild.

Páll Guðmundsson var bestur og markahæstur og Aran Nganpanya efnilegastur. Varnarjötuninn Vilmundur Þór Jónasson var valinn besti félaginn og Kári Ásgrímsson var valinn stuðningsmaður ársins.

Bjarni Pálmason var valinn bestur á lokahófi KFG um síðustu helgi en hann var markahæsti leikmaður liðsins í sumar. Arnar Þór Ingason var valinn efnilegastur.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected] ef þið hafið upplýsingar um verðlaunahafa á lokahófi hjá einhverju félagi.

Pepsi-deild karla:

ÍBV:
Bestur: Jonathan Glenn
Efnilegastur: Jón Ingason

Pepsi-deild kvenna:

ÍBV:
Best: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
Efnilegust: Sigríður Lára Garðarsdóttir

ÍA:
Best: Maren Leósdóttir
Efnilegust: Bryndís Rún Þórólfsdóttir

1. deild karla:

Leiknir R.
Bestur: Eyjólfur Tómasson
Efnilegastur: Sindri Björnsson

ÍA:
Bestur: Garðar Bergmann Gunnlaugsson
Efnilegastur: Arnór Snær Guðmundsson

Þróttur:
Bestur: Ragnar Pétursson
Efnilegastur: Hreinn Ingi Örnólfsson

Víkingur Ólafsvík:
Bestur: Tomasz Luba
Efnilegastur: Kristófer Reyes

Grindavík:
Bestur: Daníel Leó Grétarsson
Efnilegastur: Hákon Ívar Ólafsson

HK:
Bestur: Beitir Ólafsson
Efnilegastur: Jón Dagur Þorsteinsson

Haukar:
Bestur: Hilmar Rafn Emilsson
Efnilegastur: Aron Jóhannsson

KA:
Bestur: Srdjan Rajkovic
Efnilegastur: Ævar Ingi Jóhannesson

BÍ/Bolungarvík:
Bestur: Matthías Króknes Jóhannsson
Efnilegust: Elmar Atli Garðarsson

2. deild karla:

Fjarðabyggð:
Bestur: Stefán Þór Eysteinsson
Efnilegastur: Emil Stefánsson

ÍR:
Bestur: Magnús Þór Magnússon
Efnilegastur: Reynir Haraldsson

Huginn:
Bestur: Alvaro Montejo Calleja

Dalvík/Reynir:
Bestur: Steinþór Már Auðunsson
Efnilegastur: Sindri Ólafsson

KF:
Bestur: Gabríel Reynisson
Efnilegastur: Jakob Hafsteinsson

Ægir:
Bestur: Róbert Rúnar Jack
Efnilegastur: Halldór Kristján Baldursson

Reynir S.
Bestur: Árni Björn Höskuldsson
Efnilegastur: Kristófer Máni Sigursveinsson

Völsungur:
Bestur: Bjarki Baldvinsson
Efnilegastur: Elvar Baldvinsson

3. deild karla:

Berserkir:
Bestur: Einar Guðnason

Einherji:
Bestur: Jón Orri Ólafsson
Efnilegastur: Heiðar Aðalbjörnsson

Grundarfjörður:
Bestur: Almar Björn Viðarsson
Efnilegastur: Dominik Bajda

ÍH:
Bestur: Sindri Örn Steinarsson

KFR:
Bestur: Helgi Ármannsson
Efnilegastur: Viðar Gauti Önundarsson

Leiknir F.
Bestur: Hector Pena Bustamante
Efnilegastur: Kristófer Páll Viðarsson

4. deild karla:

Álftanes:
Bestur: Andri Janusson
Efnilegastur: Hreiðar Ingi Ársælsson

Árborg:
Bestur: Tómas Kjartansson

KFG:
Bestur: Bjarni Pálmason
Efnilegastur: Arnar Þór Ingason

Kría:
Bestur: Garðar Guðnason

Ísbjörninn:
Bestur: Guðmundur Kristinn Vilbergsson
Efnilegastur: Andrew Ibsen


Stál-úlfur:
Bestur: Egill Örn Egilsson
Efnilegastur: Nemanja Pjévic

Örninn:
Bestur: Victor Jes Ingvarsson Backman
Efnilegastur: Hrólfur Vilhjálmsson

Þróttur Vogum:
Bestur: Páll Guðmundsson
Efnilegastur: Aran Nganpanya

1. deild kvenna:

Álftanes:
Best: Margrét Eva Einarsdóttir
Efnilegust: Hulda Haraldsdóttir

BÍ/Bolungarvík:
Best: Hildur Hálfdánardóttir
Efnilegust: Helga Þórdís Björnsdóttir

Fjarðabyggð:
Best: Alexandra Sæbjörg Hearn
Efnilegust: Elín Huld Sigurðardóttir

Grindavík:
Best: Bentína Frímansdóttir
Efnilegust: Helga Kristinsdóttir

Víkingur Ó.
Best: Zaneta Wine
Efnilegust: Irma Gunnþórsdóttir

Völsungur:
Best: Berglind Kristjánsdóttir
Efnilegust: Jana Björg Róbertsdóttir

Þróttur:
Best: Valgerður Jóhannsdóttir
Efnilegust: Bergrós Lilja Jónsdóttir
Athugasemdir
banner
banner