Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 21. október 2014 05:55
Daníel Freyr Jónsson
Meistaradeildin í dag - City þarf sigur í Rússlandi
Manchester City fer til Moskvu.
Manchester City fer til Moskvu.
Mynd: Getty Images
Þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst í kvöld þegar átta leikir fara fram.

Manchester City þarf á sigri að halda þegar liðið heimsækir CSKA Moskvu til Rússlands í fyrsta leik dagsins. Leikið verður fyrir luktum dyrum en CSKA tekur út refsingu vegna hegðunar stuðningsmanna sem hafa meðal annars gert sig seka um kynþáttaníð.

Frank Lampard er meiddur og er óleikfær líkt og Samir Nasri. Roma og FC Bayern mætast í sama riðli.

Þá fer Kolbeinn Sigþórsson með félagi sínu Ajax til Barcelona og mætir þar Lionel Messi og félögum á meðan Chelsea mætir Maribor. Didier Drogba eða Loic Remy verða í fremstu víglínu gegn slóvensku meisturunum.

Meistaradeildin - Leikir dagsins:

E-riðill:
16:00 CSKA Moskva - Manchester City (Stöð 2 Sport)
18:45 Roma - FC Bayern (Stöð 2 Sport 4)

F-riðill:
18:45 APOEL - PSG
18:45 Barcelona - Ajax (Stöð 2 Sport)

G-riðill:
18:45 BATE - Shakhtar
18:45 Chelsea - Maribor (Stöð 2 Sport 3)

H-riðill:
18:45 Porto - Athletic Bilbao
18:45 Schalke - Sporting
Athugasemdir
banner
banner