Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. október 2014 20:40
Alexander Freyr Tamimi
Meistaradeildin: Slátranir hjá Bayern og Chelsea
Bayern lék sér að Roma.
Bayern lék sér að Roma.
Mynd: Getty Images
Chelsea burstaði Maribor.
Chelsea burstaði Maribor.
Mynd: Getty Images
Luiz Adriano skoraði fimm mörk í kvöld.
Luiz Adriano skoraði fimm mörk í kvöld.
Mynd: Getty Images
Sjö leikjum var rétt í þessu að ljúka í Meistaradeild Evrópu, en leikið var í riðlum E til H.

Óhætt er að segja að afar athyglisverð úrslit hafi litið dagsins ljós, en óvæntastur var líklega magnaður 7-1 útisigur Bayern Munchen gegn Roma.

Bayern byrjaði leikinn afskaplega vel og þökk sé mörkum frá Arjen Robben, Mario Götze og Robert Lewandowski var liðið 3-0 yfir eftir einungis 25 mínútur. Bæjarar bættu við tveimur mörkum fyrir leikhlé og var staðan 5-0 þeim þýsku í vil í hálfleik.

Gervinho minnkaði svo muninn fyrir Roma í seinni hálfleik áður en Franck Ribery og Xherdan Shaqiri fullkomnuðu niðurlægingu heimamanna.

Chelsea vann afskaplega sannfærandi 6-0 sigur gegn slóvenska liðinu Maribor á Stamford Bridge. Þeir Loic Remy, Didier Drogba og John Terry skoruðu allir í fyrri hálfleik og sjálfsmark frá Mitja Viler og tvö mörk frá Eden Hazard tryggðu Lundúnaliðinu afar góðan sigur.

Íslendingabanarnir í BATE Borisov steinlágu á heimavelli gegn Shakhtar Donetsk, 0-7. Luiz Adriano var fremstur meðal jafningja í liði gestanna og skoraði hvorki meira né minna en fimm mörk.

Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax sem tapaði 3-1 gegn Barcelona. Íslenski landsliðsmaðurinn var tekinn af velli á 73. mínútu fyrir Anwar El Ghazi, sem minnkaði svo muninn fyrir Hollandsmeistarana, áður en Sandro tryggði Barcelona stigin þrjú.

Þá tryggði Edinson Cavani liði Paris Saint-Germain nauman en mikilvægan 1-0 útisigur gegn APOEL frá Kýpur.

Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni.

E riðill:

Roma 1 - 7 Bayern
0-1 Arjen Robben ('9 )
0-2 Mario Gotze ('23 )
0-3 Robert Lewandowski ('25 )
0-4 Arjen Robben ('30 )
0-5 Thomas Muller ('36 , víti)
1-5 Gervinho ('66 )
1-6 Franck Ribery ('78 )
1-7 Xherdan Shaqiri ('80 )

F riðill:

APOEL 0 - 1 Paris Saint Germain
0-1 Edinson Cavani ('89)


Barcelona 3 - 1 Ajax
1-0 Neymar ('7 )
2-0 Lionel Andres Messi ('24 )
2-1 Anwar El Ghazi ('88 )
3-1 Sandro Ramirez ('90)

G riðill:

Schalke 04 4 - 3 Sporting
0-1 Nani ('16 )
1-1 Chinedu Obasi ('34 )
2-1 Klaas Jan Huntelaar ('51 )
3-1 Benedikt Howedes ('60 )
3-2 Adrien Silva ('64 , víti)
3-3 Adrien Silva ('78 )
4-3 Eric Maxim Choupo-Moting ('90, víti)
Rautt spjald:Mauricio, Sporting ('33)

Chelsea 6 - 0 Maribor
1-0 Loic Remy ('13 )
2-0 Didier Drogba ('23 , víti)
3-0 John Terry ('31 )
4-0 Mitja Viler ('54 , sjálfsmark)
5-0 Eden Hazard ('77 , víti)
6-0 Eden Hazard ('90)

H riðill:

BATE 0 - 7 Shakhtar D
0-1 Alex Teixeira ('11 )
0-2 Luiz Adriano ('28 , víti)
0-3 Douglas Costa ('35 )
0-4 Luiz Adriano ('36 )
0-5 Luiz Adriano ('40 )
0-6 Luiz Adriano ('44 )
0-7 Luiz Adriano ('82 , víti)


Porto 2 - 1 Athletic
1-0 Hector Herrera ('45 )
1-1 Guillermo Fernandez ('58 )
2-1 Ricardo Quaresma ('75 )



Athugasemdir
banner
banner
banner