Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. október 2014 21:36
Alexander Freyr Tamimi
Mourinho ósáttur með að Drogba hafi tekið vítið
Mourinho á hliðarlínunni í kvöld.
Mourinho á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var ánægður með sína menn eftir 6-0 sigur gegn slóvenska liðinu Maribor í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Mourinho var þó ekki sáttur með að Eden Hazard hafi leyft Didier Drogba að taka víti í fyrri hálfleik, en framherjinn skoraði og kom Chelsea í 2-0.

,,Við tókum þessu alvarlega. Við mættum leikinn með rétt hugarfar og jafnvel í stöðunni 3-0 í hálfleik héldu leikmenn áfram að gefa allt í þetta," sagði Mourinho.

,,Það kom mér á óvart að Eden Hazard skyldi gefa Didier Drogba boltann fyrir vítið. Ég var ekki ánægður, nei. Ég er með mína valkosti og Hazard er númer eitt. En þar sem þetta var mark, þá var ég ánægður."

,,Ég bjóst ekki við því að spila Didier í 75 mínútur en hann varð að koma inn á þegar Remy meiddist. Nú þarf hann að komast í betra form, við vitum hvernig leikmaður hann er og við vitum að hann hefur enn margt fram að færa."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner