Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 21. október 2014 20:00
Alexander Freyr Tamimi
Pellegrini bjartsýnn þrátt fyrir klúður dagsins
Pellegrini og hans menn eru í erfiðri stöðu.
Pellegrini og hans menn eru í erfiðri stöðu.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, hefur enn trú á því að liðið geti komist upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni þrátt fyrir skelfilegt klúður í Moskvu í dag.

City var 2-0 yfir gegn CSKA Moskvu í hálfleik en missti unninn leik niður í jafntefli í seinni hálfleiknum, en lokatölurnar voru 2-2.

Englandsmeistararnir eru því einungis með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í Meistaradeildinni.

,,Það eru enn níu stig í pottinum. Eftir að við höfum spilað upp á þessi níu stig getum við séð til," sagði Pellegrini.

,,Auðvitað hef ég trú á því að við getum farið áfram."

,,Fótbolti er ekki bara fyrri hálfleikur. Við þurfum að spila allar 90 mínúturnar gegn góðu liði."

Athugasemdir
banner
banner
banner