Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. október 2014 08:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Sky Sports 
Pellegrini: Toure hefur ekki verið slakur
Yaya Toure.
Yaya Toure.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, tekur ekki undir þá gagnrýni að Yaya Toure hafi verið slakur það sem af er tímabililnu.

Eftir frábært tímabil í fyrra hefur Toure ekki ná sömu hæðum í ár og var meðal annars á bekknum í 4-1 sigri City á Tottenham um helgina.

Pellegrini segir Toure hafa sett markið hátt með frammistöðu sinni á síðustu leiktíð en að hann hafi staðið sig vel á þessu tímabili.

,,Ég er ekki sammála því að Yaya hafi átt slakt tímabil," sagði Sílebúinn.

,,Kannski ef þetta er borið saman við síðasta ár, þar sem hann var magnaður, þá þarf hann smá tíma til að komast aftur á sama stall."

,,En ef hann heldur áfram svona verður hann mikilvægur fyrir lið okkar, sérstaklega eins og hann gerði nýverið gegn Aston Villa."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner