Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. október 2014 12:00
Elvar Geir Magnússon
Rosenborg vill gera lengri samning við Hólmar
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson hefur byrjað fimm af sex síðustu deildarleikjum norska stórliðsins Rosenborg og er byrjaður að festa sig í sessi í hjarta varnarinnar.

Erik Hoftun, íþróttastjóri félagsins, er afar ánægður með frammistöðu Hólmars og segir Hoftun að kaupin á Íslendingnum hafi verið mjög góð.

„Hólmar hefur verið afskaplega góður í vörninni. Ofan á það er þetta toppstrákur með frábært viðhorf. Við erum afar ánægðir með hann," segir Hoftun.

Samningur Hólmars við Rosenborg er út sumarið 2015 en félagið vill gera við hann lengri samning.

„Ég er mjög ánægður. Ég er að finna mig betur og betur hjá félaginu og ég er sífellt að verða hrifnari á hverjum deginum. Á vellinum hef ég fengið mikið að spila og fundið mig vel," segir Hólmar.
Athugasemdir
banner
banner