Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 21. október 2014 18:56
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 
Stöð 2 fullyrðir að Rúnar taki við Lilleström - Pétur með
Bjarni Guðjóns líklega næsti þjálfari KR
Næsta þjálfarateymi Lilleström?
Næsta þjálfarateymi Lilleström?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fullyrt var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að Rúnar Kristinsson yrði næsti þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. Þar var sagt að Pétur Pétursson, sem verið hefur aðstoðarmaður Rúnars hjá KR, muni fylgja honum til Noregs.

„Norskir fjölmiðlar hafa ekkert fengið staðfest frá Lilleström varðandi ráðningu á nýjum þjálfara en forráðamenn liðsins eru rólegir, væntanlega vegna þess að málið er frágengið," sagði Guðjón Guðmundsson á Stöð 2 í kvöld.

Lilleström er í fimmta sæti í norsku úrvalsdeildinni þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir en Magnus Haglund tilkynnti fyrir nokkru síðan að hann myndi hætta.

Fram kom í frétt Stöðvar 2 að Bjarni Guðjónsson, fyrrum fyrirliði KR, væri efstur á blaði hjá félaginu en hann var orðaður við þjálfarastarfið um leið og fréttir bárust af því að Rúnar gæti tekið við Lilleström.
Athugasemdir
banner
banner
banner