þri 21. október 2014 10:30
Magnús Már Einarsson
Úrvalslið vikunnar í enska - Þrír frá Southampton
Fabregas er í liðinu.
Fabregas er í liðinu.
Mynd: Getty Images
Graziano Pelle er frammi.
Graziano Pelle er frammi.
Mynd: Getty Images
Southampton á þrjá menn í úrvalsliði helgarinnar í enska boltanum hjá Goal.com eftir 8-0 sigurinn á Sunderland um helgina. Chelsea, Manchester City og Everton eiga einnig tvo fulltrúa í liði vikunnar að þessu sinni.


Joe Hart er í markinu en hann varði vítaspyrnu og átti fleiri góðar vörslur í 4-1 sigrinum á Tottenham um helgina.

Hægri bakvörðurinn Nathaniel Clyne er einn af þremur leikmönnum Southampton í liðinu. Michael Dawson er með honum í vörninni eftir flotta frammistöðu með Hull gegn Arsenal. Phil Jagielka og Leighton Baines eru einnig báðir í liðinu en Everton hélt hreinu í 3-0 sigrinum á Aston Villa.

Philippe Coutinho spilaði einungis 24 mínútur með Liverpool gegn QPR en hann átti magnaða innkomu og skoraði mark. Cesc Fabregas og Oscar voru báðir á skotskónum í sigri Chelsea á Crystal Palace og Dusan Tadic lagði upp fjögur mörk í burstinu hjá Southampton.

Graziano Pelle naut góðs af stórleik Tadic en hann skoraði tvíegis í leiknum. Sergi Aguero er síðan að sjálfsögðu frammi með Pelle í úrvalsliði helgarinnar eftir fernuna sína gegn Tottenham.

Sjá einnig:
Fyrri úrvalslið í enska boltanum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner