Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. október 2014 15:02
Elvar Geir Magnússon
Viktor Bjarki sá fimmti til að yfirgefa Fram
Viktor Bjarki í leik á Laugardalsvelli.
Viktor Bjarki í leik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Viktor Bjarki Arnarsson er fimmti leikmaðurinn sem yfirgefur herbúðir Fram síðan liðið féll úr Pepsi-deildinni. Frá þessu er greint á Vísi.

Þessi reyndi miðjumaður gekk í raðir Fram frá KR 2012 en hann hefur sagt upp samningi sínum. Viktor hefur áður leikið fyrir KR, Fylki og uppeldisfélagið Víking í Reykjavík.

Hann var valinn leikmaður ársins 2006.

Áður höfðu Hafsteinn Briem, Jóhannes Karl Guðjónsson, Arnþór Ari Atlason og Guðmundur Magnússon yfirgefið bláliða.
Hvernig fer Víkingur - Breiðablik á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner