fös 21. október 2016 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Bild 
Alfreð: Talað of hratt í barnaefninu í Þýskalandi
Alfreð hefur verið að gera það gott hjá Augsburg
Alfreð hefur verið að gera það gott hjá Augsburg
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason, sem leikur með íslenska landsliðinu og Augsburg í Þýskalandi, er eins og kunnugt er mikill tungumálamaður. Hann talar sjö tungumál (íslensku, ensku, sænsku, hollensku, spænsku, ítölsku og þýsku) en þýskan bættist nú síðast við.

Hann er í skemmtilegu viðtali hjá Bild í dag þar sem hann ræðir til að mynda um tungumálaþekkingu sína. Hann segir að það sé mikilvægt að læra tungumálið í landinu þar sem maður spilar.

„Fyrir mér er það mikilvægt að læra tungumálið í landinu þar sem þú spilar. Ég fæ þýskukennara í heimsókn einu sinni í viku og við förum yfir málfræðina," sagði Alfreð í viðtali við Bild.

Íslenski landsliðsframherjinn segir að sjónvarpsáhorf hjálpi sér við að læra nýtt tungumál.

„Á Spáni horfði ég mikið á barnaefni, þar er talað bæði hægar og skýrar sem er gott þegar þú ert að læra tungumál. Hérna í Þýskalandi er talað full hratt í barnaefninu svo ég horfi mikið á fréttirnar í staðinn," sagði Alfreð ennfremur.
Athugasemdir
banner