Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. október 2016 14:16
Magnús Már Einarsson
Conte: Mourinho verðskuldar góðar móttökur
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, vill að stuðningsmenn liðsins taki vel á móti Jose Mourinho þegar hann mætir með Manchester United á Stamford Bridge á sunnudag.

Mourinho er að fara að mæta á Stamford Bridge í fyrsta skipti síðan hann var rekinn frá Chelsea í desember í fyrra.

„Þegar þú vinnur þrjá titla þá ertu áfram í hjörtum stuðninsgmanna. Það er eðlilegt," sagði Conte á fréttamannafundi í dag.

„Hann var mikilvægu stjóri fyrir Chelsea og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann er frábær stjóri. Hann hefur unnið mikið á ferli sínum og hann verðskuldar mikla virðingu."

„Hann verðskuldar góðar móttökur. Hann skrifaði, ásamt leikmönnum og starfsfóki, hluta af sögu félagsins. Eftir að flautan gellur þá verður hann eins og leikmenn Manchester United orðnir óvinir okkar, út frá íþróttalegu sjónarmiði."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner