Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 21. október 2016 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
England um helgina - Mourinho fer á Stamford Bridge
Jose Mourinho mætir aftur á Stamford Bridge.
Jose Mourinho mætir aftur á Stamford Bridge.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin verður að sjálfsögðu í fullum gangi um helgina og við hvetjum fólk til að vakna snemma á laugardaginn til að ná leik Bournemouth og Tottenham sem hefst kl 11:30.

Af honum taka við sex leikir og þ.a.m Arsenal og Middlesbrough ásamt því að Burnley og Jói Berg fá heimsókn frá Everton. Gyli Þór Sigurðsson og Swansea fá heimsókn frá Watford en Liverpool og WBA klára laugardaginn er þau mætast kl 16:30.

Það stefnir í sannkallaðan súper sunnudag því kl 12:30 mætast Manchester City og Southampton og svo síðast en alls ekki síst, mætast Chelsea og Manchester United á Stamford Bridge en Jose Mourinho fer á sinn gamla heimavöll í fyrsta skipti sem stjóri Manchester United.

Hér að neðan má sjá dagskrá helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Laugardagurinn 22. október:
11:30 Bournemouth - Tottenham (Stöð 2 Sport)
14:00 Arsenal - Middlesbrough (Stöð 2 Sport)
14:00 Burnley - Everton
14:00 Hull City - Stoke City
14:00 Leicester City - Crystal Palace
14:00 Swansea City - Warford
14:00 West Ham - Sunderland
16:30 Liverpool - WBA (Stöð 2 Sport)

Sunnudagurinn 23. október:
12:30 Manchester City - Southampton (Stöð 2 Sport)
15:00 Chelsea - Manchester United (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner