Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 21. október 2016 13:58
Elvar Geir Magnússon
Guardiola ósáttur við blaðamenn: Hringið frekar í mig
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur hafnað þeim sögusögnum að hann sé að reyna að ýta Sergio Aguero og Vincent Kompany frá félaginu.

Hvorugur þeirra spilaði í 4-0 tapinu gegn Barcelona í Meistaradeildinni í vikunni en Kompany var ekki einu sinni í hóp.

„Þeir eiga framtíð hérna," segir Guardiola „Vincent var ekki alveg 100% klár í slaginn. Varðandi Aguero þá hef ég sagt að þetta var taktísk ákvörðun."

Guardiola hefur sagt blaðamönnum að „hringja í sig" áður en þeir fara með svona fréttir í loftið.

„Ef Sergio ákveður að fara verður það hans ákvörðun."

Guardiola staðfestir að Pablo Zabaleta og Bacary Sagna munu báðir missa af leiknum gegn Southampton á Etihad á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner