Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. október 2016 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hólmbert Aron keyptur í Stjörnuna (Staðfest)
Hólmbert í leik með Stjörnunni í sumar
Hólmbert í leik með Stjörnunni í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Við greindum frá því fyrr í kvöld að Stjarnan hefði nýtt sér forkaupsrétt á sóknarmanninum Hólmberti Aroni Friðjónssyni. Stjörnumenn hafa nú staðfest það að leikmaðurinn sé búinn að skrifa undir þriggja ára samning í Garðabænum.

Hólmbert var lánaður til Stjörnunnar í sumar og í lánssamningnum var ákvæði um að Stjarnan hefði forkaupsrétt á leikmanninum. Stjarnan nýtti sér það á síðustu stundu og nú er það ljóst að hann verður áfram í bláu.

„Stjarnan hefur samið við sóknarmanninn knáa Hólmbert Aron Friðjónsson til þriggja ára. Hólmbert er gríðarlega metnaðarfullur leikmaður sem ætlar sér langt með Stjörnunni næstu árin," segir á Twitter-síðu Stjörnunnar.

Hólm­bert lék 10 leiki með KR-ing­um í Pepsi-deild­inni á ný­af­staðinni leiktíð, en náði ekki að skora mark fyrir Vesturbæjarliðið. Hann skipti svo yfir í Stjörnuna og skoraði tvö mörk í níu leikj­um sem komu bæði í leikn­um gegn Íslands­meist­ur­um FH í Kaplakrika.



Athugasemdir
banner
banner