banner
   fös 21. október 2016 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Íslenskt þema er Álasund vann sjötta sigurinn í röð
Adam Örn var í byrjunarliðinu hjá Álasund
Adam Örn var í byrjunarliðinu hjá Álasund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viking 2 - 3 Álasund
1-0 Patrick Pedersen ('26 )
1-1 Mostafa Abdellaoue ('35 )
1-2 Mostafa Abdellaoue ('57, víti )
1-3 Mikkel Kirkeskov ('69 )
2-3 Mathias Bringaker ('90 )

Það gengur heldur betur vel hjá Íslendingaliði Álasund þessa stundina, en liðið vann sinn sjötta sigur í röð í norsku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Viking í dag. Leikurinn var sá fyrsti í 28. umferð norsku deildarinnar.

Íslendingarnir þrír sem eru á mála hjá Álasund byrjuðu allir leikinn í dag. Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson voru í vörn Álasund og Aron Elís Þrándarson á kantinum. Adam Örn og Aron Elís voru teknir saman af velli á 82. mínútu.

Viking komst yfir á 26. mínútu þegar Patrick Pedersen, fyrrum sókarmaður Vals, skoraði. Álasund svaraði þó með þremur mörkum og breyttu stöðunni í 3-1, en þegar stutt var eftir náði Mathias Bringaker að minnka muninn fyrir heimamenn. Lengra komust þeir þó ekki og lokatölur því 3-2 fyrir Álasund.

Álasund hefur nú unnið sex leiki í röð og er komið í ágæta fjarlægð frá fallsvæðinu. Það eru tvær umferðir eftir og Álasund er í fínum málum í áttunda sætinu með 38 stig.
Athugasemdir
banner
banner