Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. október 2016 11:30
Magnús Már Einarsson
Pochettino: Alli er eins og hestur sem verið er að temja
Alli fagnar marki.
Alli fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Dele Alli er eins og hestur sem ekki er búið að temja. Þetta segir Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham.

Alli var dæmdur í þriggja leikja bann á síðasta tímabili fyrir að kýla Claudio Yacob, leikmann WBA. Hinn tvítugi Alli safnaði einnig spjöldum á síðasta tímabili en hann hefur einungis fengið eitt spjald í fyrstu 14 leikjunum á þessu tímabili.

„Hann er mjög hæfileikaríkur en hann er frekar villtur. Núna er verið að temja hann. Hann má samt ekki tapa þessum einkennum alveg, þau gera hann að sérstökum leikmanni," sagði Pochettino.

„Þetta er eins og þegar þú ert með villtan hest og setur hann inn í kassa og reynir að temja hann."

„Þetta er alltaf ferli hjá ungum leikmönnum að verða þroskaðari, reynslumeiri og einbeittari í að spila fótbolta. Hann er sérstakur og frábær náungi. Við eigum í mjög góðu sambandi. Hann er mjög tilfinningaríkur og við elskum hann öll."

Athugasemdir
banner
banner
banner