Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 21. október 2016 09:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
„Portúgalska landsliðið betra án Ronaldo"
Eric Abidal vann Meistaradeildina með Barcelona.
Eric Abidal vann Meistaradeildina með Barcelona.
Mynd: Getty Images
Eric Abidal, fyrrum leikmaður Barcelona, segir að meiðslin sem Ronaldo varð fyrir í úrslitaleik EM í Frakklandi í sumar, hafi haft jákvæð áhrif á portúgalska liðið og hjálpað þeim að verða Evrópumeistari.

Ronaldo þurfti að fara útaf í seinni hálfleik en það kom ekki að sök þar sem Eder skoraði sigurmarkið í framlengingu. Abidal segir að meðisli Ronaldo hafi hjálpað Portúgölum.

„Frakkland átti gott mót og voru óheppnir því Gignac klúðraði dauðafæri og við hefðum unnið ef hann hefði skorað. Ronaldo var farinn útaf og það varð erfiðara fyrir Frakkland.

„Það var meiri ró yfir Pórtúgal án Ronaldo. Leikmennirnir spila venjulega fyrir Ronaldo en þetta var öðruvísi og þægilegra fyrir þá," sagði Abidal
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner