Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 21. október 2016 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: mbl.is 
Stjarnan nýtti forkaupsrétt á Hólmberti á síðustu stundu
Hólmbert verður að öllum líkindum áfram í bláu
Hólmbert verður að öllum líkindum áfram í bláu
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Framherjinn Hólmbert Aron Friðjónsson mun að öllum líkindum spila áfram hjá Stjörnunni á næsta leiktímabili í Pepsi-deild karla. Stjarnan hefur ákveðið að nýta sér forkaupsrétt á Hólmberti.

Hólm­bert gekk í raðir Stjörn­unn­ar frá KR í byrj­un ág­úst. Um láns­samn­ing var að ræða, en þó voru ákvæði í samn­ingnum á milli fé­lag­anna að Stjarn­an hefði for­kaups­rétt á leik­mann­in­um.

Stjarnan ákvað að nýta sér þennan forkaupsrétt, en þeir gerðu það einum degi áður en hann átti að renna út. Nú á Hólmbert aðeins eftir að skrifa undir samning við Stjörnuna.

„Stjörnu­menn ákváðu að nýta sér for­kaups­rétt­inn á Hólm­berti. Þeir áttu að til­kynna okk­ur það fyr­ir 15. októ­ber og þeir gerðu þann 14. októ­ber svo hann er kom­inn í Stjörn­una," sagði Kristinn Kærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við mbl.is í dag.

Hólm­bert lék 10 leiki með KR-ing­um í Pepsi-deild­inni á ný­af­staðinni leiktíð, en náði ekki að skora mark fyrir Vesturbæjarliðið. Hann skipti svo yfir í Stjörnuna og skoraði tvö mörk í níu leikj­um sem komu bæði í leikn­um gegn Íslands­meist­ur­um FH í Kaplakrika.
Athugasemdir
banner
banner
banner