fös 21. nóvember 2014 22:30
Alexander Freyr Tamimi
Banni Zidane aflétt - Má halda áfram að þjálfa
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane má halda áfram að þjálfa varalið Real Madrid eftir að banni hans var aflétt á föstudag.

Spænska knattspyrnusambandið dæmdi Zidane í bann í síðasta mánuði eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að franska knattspyrnugoðsögnin væri ekki með nauðsynleg þjálfararéttindi til að sinna starfi sínu.

Zidane tók við Real Madrid Castilla fyrir þetta tímabil eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Carlo Ancelotti á síðustu leiktið, en spænsku þjálfarasamtökin sendu inn kvörtun til knattspyrnusambandsins.

Ástæðan var sú að Zidane er einungis með UEFA A þjálfaragráðu, sem er víst ekki nógu góð til að stýra liði í næstefstu deild á Spáni.

Real Madrid barðist gegn banninu með kjafti og klóm og byrjaði á að áfrýja ákvörðuninni, og á endanum fór málið til spænska íþróttadómstólsins.

Til að byrja með var banni Zidane frestað á meðan áfrýjunin væri í gangi og nú hefur Real Madrid greint frá því að íþróttadómstóllinn hafi snúið við ákvörðun knattspyrnusambandsins. Því má Zidane þjálfa Real Madrid Castilla að vild!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner