Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. nóvember 2014 21:43
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Aron lék í sigri Cardiff á Reading
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff í kvöld
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff í kvöld
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í ensku fyrstu deildinni í kvöld en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var auðvitað í eldlínunni í 2-1 sigri Cardiff City á Reading.

Brentford var með magnaða endurkomu gegn Fulham í kvöld. Hugo Rodallega kom Fulham yfir í leiknum en undir lok leiks kom Brentford til baka og jafnaði Harlee Dean metin á 81. mínútu. Jota skoraði svo sigurmark Brentford undir lokin.

Cardiff lagði þá Reading með tveimur mörkum gegn einu. Alex Pearce varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net áður en Peter Whittingham bætti við öðru marki úr vítaspyrnu eftir að Pearce braut á Andre La Fondre. Pearce var rekinn af velli og kórónaði þar með skelfilegan leik sinn.

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn í liði Cardiff eins og svo oft áður.

Lokatölur því 2-1 en Cardiff er í ellefta sæti með 26 stig sem stendur.

Brentford 2 - 1 Fulham
0-1 Hugo Rodallega ('57 )
1-1 Harlee Dean ('81 )
2-1 Jota ('90 )

Cardiff City 2 - 1 Reading
1-0 Alex Pearce ('20 , sjálfsmark)
2-0 Peter Whittingham ('45 , víti)
2-1 Michael Hector ('81 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner