fös 21. nóvember 2014 19:30
Elvar Geir Magnússon
Srna til Manchester United?
Darijo Srna í landsleik gegn Íslandi.
Darijo Srna í landsleik gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
The Mail segir að Shakhtar Donestsk hafi boðið Manchester United að fá hægri bakvörðinn Darijo Srna.

United vantar mann í þessa stöðu vegna meiðsla Rafael og gæti Louis van Gaal verið til í að fá þennan króatíska reynslubolta sem tímabundna lausn.

Ed Woodward, framkvæmdastjóri United, hefur sagt að félagið hafi aðeins áhuga á framtíðarlausnum en meiðslavandræðin geta rekið hann í að sækja Srna.

Srna verður 33 ára á næsta ári en hann hefur leikið 120 landsleiki fyrir Króata.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner