fös 21. nóvember 2014 11:22
Elvar Geir Magnússon
Leikmannamál
Stefán Þór æfir með Víkingi
Stefán Þór Pálsson í leik með Grindavík í Víkinni.
Stefán Þór Pálsson í leik með Grindavík í Víkinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Þór Pálsson stefnir á að spila í Pepsi-deildinni næsta sumar og er í leit að liði. Hann hefur spilað alls 29 leiki fyrir U17 og U19 landslið Íslands.

Hann æfir með Víkingi en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í dag.

„Ég hef verið að æfa með þeim síðustu daga, það hefur verið mjög fínt," segir Stefán en ekki er ljóst hvort hann muni skrifa undir samning við Víkinga.

Stefán er 19 ára sóknarleikmaður sem lék með KA á liðnu tímabili og skoraði þar fimm mörk í 19 leikjum í 1. deildinni.

Árið á undan skoraði hann 12 mörk í 23 leikjum fyrir Grindavík í deild og bikar. Hann lék þrjá leiki með Breiðabliki í Pepsi-deildinni 2012 eftir að hafa komið til Blika frá uppeldisfélagi sínu ÍR.

Víkingar hafa fengið til sín Andra Rúnar Bjarnason, Atla Fannar Jónsson, Hallgrím Mar Steingrímsson, Hauk Baldvinsson og Finn Ólafsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner