Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 21. nóvember 2014 07:30
Elvar Geir Magnússon
Vertonghen ósáttur - Orðaður við Man Utd
Mynd: Getty Images
Framtíð varnarmannsins belgíska Jan Vertonghen er sögð í óvissu en Louis van Gaal, stjóri Manchester United, gæti gert tilboð í hann í janúar samkvæmt Mirror.

Vertonghen er ósáttur við fáa byrjunarliðsleiki hjá Tottenham undir stjórn Mauricio Pochettino en argentínski knattspyrnustjórinn ku vera ósáttur við framkomu leikmannsins. Vertonghen var ekki valinn í 2-1 tapleiknum gegn Stoke sem var síðasti leikur Spurs fyrir landsleikjahlé.

Vertonghen á þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum og telur Mirror að hann verði ekki seldur fyrir minna en 18 milljónir punda. United er þó með lægri verðmiða í huga samkvæmt heimildum blaðsins.

Van Gaal er sagður vera hrifinn af þessum fyrrum leikmanni Ajax. Van Gaal hefur einnig áhuga á Ron Vlaar hjá Aston Villa en Vlaar á aðeins sex mánuði eftir af sínum samningi og ætti að vera fáanlegur fyrir brot af verðmiða Vertonghen.

Á síðasta tímabili var Vertonghen ósáttur við að vera mikið notaður sem vinstri bakvörður undir stjórn Tim Sherwood en hann vill helst leika í hjarta varnarinnar.

Manchester United er líklegt til að bæta við sig varnarmanni í janúarglugganum. Liðið er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig, tveimur stigum meira en Tottenham sem á leik gegn Hull á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner