Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. nóvember 2014 12:09
Magnús Már Einarsson
Leikmannamál
Viðar Örn framlengir - Stefnir ennþá á stærri deild
Viðar Örn Kjartansson í landsleik Íslands og Belgíu í síðustu viku.
Viðar Örn Kjartansson í landsleik Íslands og Belgíu í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Valerenga eða út árið 2018. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

,,Ég er ánægður með þennan samning. Það var ekki hægt að segja nei," sagði Viðar við Fótbolta.net.

,,Þetta breytir ekki mikið minni stöðu. Það er stefnan að spila í stærri deild og það gæti auðvitað gerst hvenær sem er. En það verður bara þegar tilboð kemur frá réttu liði."

Viðar Örn sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í Noregi en hann skoraði 25 mörk í norsku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili og var langmarkahæstur í deildinni. Frammistaða hans hefur ekki farið framhjá félögum víðsvegar um Evrópu

Þýsk félög reyndu að krækja í Viðar í sumar en Valerenga hafnaði þeim tilboðum. Viðar segist einnig hafa heyrt af áhuga frá Hollandi sem og hjá félögum í ensku Championship deildinni og í fleiri löndum.

,,Ég væri til í að spila í Hollandi eða á Ítalíu, það myndi henta mér vel. Championship deildin væri líka frábær staður til að vera á. Maður getur ekki sagt nei við marga klúbba en þetta eru löndin sem eru efst á lista," sagði Viðar við Fótbolta.net á dögunum.

Ítarlegt viðtal við Viðar birtist á Fótbolta.net síðar í dag.
Athugasemdir
banner
banner