Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. nóvember 2014 14:24
Elvar Geir Magnússon
Vincent Tan segir að Whelan og Mackay séu rasistar
Mynd: Getty Images
Vincent Tan, eigandi Cardiff City, segir að Dave Whelan og Malky Mackay séu rasistar.

Tan gagnrýnir Whelan fyrir að nota óvönduð orð um gyðinga og Kínverja í viðtali. Whelan er eigandi Wigan en Mackay er nýráðinn knattspyrnustjóri félagsins.

Mackay er fyrrum stjóri Cardiff en hann er í skoðun hjá enska knattspyrnusambandinu eftir að SMS-skilaboð frá honum láku út en í þeim var rasismi, karlremba og hommafóbía.

Skilaboðin sendi hann meðan hann var stjóri Cardiff.

Mackay hefur beðist afsökunar og segist ekki vera rasisti.

„Þarna er stjórnarformaður sem er rasisti að ráða knattspyrnustjóra sem er rasisti. Ég vona að það verði ekki fleiri en tveir rasistar í Wigan, vonandi leiðir þetta ekki til þess að það verði 2.000 eða 20.000 rasistar í Wigan," segir Tan við BBC.

Whelan og Mackay vildu ekki svara ummælum Tan þegar eftir því var leitað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner