banner
   fös 21. nóvember 2014 15:00
Elvar Geir Magnússon
Wenger staðfestir að hann var nálægt því að fá Messi
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfestir að sagan um að hann hefði getað keypt Lionel Messi þegar sá argentínski var táningur sé sönn.

Messi er einn besti leikmaður heims í dag en þegar hann var 15 ára strákur í La Masia, unglingastarfi Barcelona, íhugaði hann að fara til Englands.

Fjölskylda Messi var opin fyrir því að fara til Englands en á endanum var tekin ákvörðun um að strákurinn yrði áfram í herbúðum Barcelona enda búinn að koma sér vel fyrir á Spáni.

Wenger segir að Arsenal hafi reynt að fá Messi ásamt Gerard Pique og Cesc Fabregas. „Á endanum tókst okkur bara að fá Fabregas. Messi leið vel hjá Barcelona og ákvað að vera þar áfram," segir Wenger.

Wenger svaraði spurningum fjölmiðlamanna á fréttamannafundi í dag en Arsenal mætir Manchester United á morgun. Á fundinum staðfesti Wenger að Theo Walcott verður ekki með í þeim leik þar sem hann sé að glíma við nárameiðsli.
Athugasemdir
banner
banner
banner