Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. nóvember 2017 16:45
Elvar Geir Magnússon
Aguero og Jesus spila ekki saman af taktískum ástæðum
Aguero og Jesus.
Aguero og Jesus.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur útskýrt af hverju hann hefur ekki spilað Sergio Aguero og Gabriel Jesus saman upp á síðkastið. Hann hefur verið að dreifa leikjunum á milli þeirra.

Þeir Aguero og Jesus hafa verið á eldi á þessu tímabili og eru saman með tíu mörk í öllum keppnum. Guardiola hefur verið að halda sig við 4-2-3-1 leikkerfið og þar er ekki pláss fyrir Aguero og Jesus báða saman.

„Þeir hafa ólíka eiginleika og eiga báðir skilið að spila. Þeir hafa fengið fullt af leikjum og þurfa að vera klárir. Þetta er erfiðasta ákvörðunin," segir Guardiola.

Hann segir að meiðsli bakvarðarins Benjamin Mendy geri það að verkum að taktískt sé erfitt að spila Aguero og Jesus saman.

„Þegar þú ert með Mendy þá getur hann farið út á væginn og vængmaðurinn inn völlinn. Fabian Delph er öðruvísi leikmaður. Án Mendy þarf Leroy Sane að fara út á vænginn og því spila þeir ekki báðir í einu."

Mendy verður lengi frá svo Jesus og Aguero spila jafnvel ekki saman fyrr en í apríl í fyrsta lagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner