Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. nóvember 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Biðlar til Man Utd að selja Martial ekki
Mynd: Getty Images
Andy Cole, fyrrum sóknarmaður Manchester Unitd, segir að félagið megi alls ekki selja Frakkann Anthony Martial.

Martial hefur skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni hingað til á þessu tímabili, en hann hefur reynst mikilvægur í því hlutverki að koma inn á sem varamaður seint í leikjum.

Enskir fjölmiðlar hafa nokkrum sinnum greint frá því að Jose Mourinho, knattspyrnustjóri United, sé tilbúinn að selja Martial. Cole, sem skoraði nokkur mörk fyrir Man Utd á sínum tíma, segir það mikilvægt fyrir félagið að halda honum.

„Ef þú lítur á hæfileikana sem strákurinn hefur, þá eru þeir ógurlegir. Hann er með frábæra fætur, hann skorar mörk og býr til mörk," sagði Cole við ESPN. „Hann hefur verið upp og niður hjá stjóranum en hann þarf bara að fá umhyggju og þá færðu það besta frá honum."

„Ég vona að hann verði hér (hjá United) mjög lengi."
Athugasemdir
banner
banner
banner