banner
   þri 21. nóvember 2017 18:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Lallana ekki í hóp
Lallana (hér fyrir miðju) fór til Spánar en er ekki í hóp.
Lallana (hér fyrir miðju) fór til Spánar en er ekki í hóp.
Mynd: Getty Images
Aguero er fyrirliði Man City í kvöld.
Aguero er fyrirliði Man City í kvöld.
Mynd: Getty Images
Meistaradeildin fer aftur að rúlla í kvöld. Næst síðasta umferðin í riðlum E-H verður leikin. Sex leikir eru að hefjast klukkan 19:45, en tveir leikir byrjuðu fyrr, klukkan 17:00.

Liverpool heimsækir Sevilla í E-riðli og innsiglar sæti í útsláttarkeppninni með því að vinna. Joel Matip verður ekki með Liverpool vegna meiðsla. Miðvörðurinn ætti að verða leikfær þegar Liverpool mætir Chelsea um næstu helgi.

Loris Karius er mættur í markið hjá Liverpool og fyrir framan hann eru Gomez, Lovren, Klavan og Moreno. Svo er allt frekar hefðbundið, Mane, Salah og Firmino eru í fremstu víglínu.

Adam Lallana fór með Liverpool til Spánar, en hann kemst ekki einu sinni á varmannabekkinn í kvöld.

Pep Guardiola gerir sjö breytingar á byrjunarliði Manchester City í kvöld, hann hvílir marga lykilmenn en City er að fara að spila gegn hollenska liðinu Feyenoord.

Ederson, Kyle Walker, Kevin De Bruyne og Raheem Sterling eru einu leikmennirnir sem halda sæti sínu. Sergio Aguero snýr aftur og er með fyrirliðabandið hjá City sem hefur nú þegar tryggt sæti sitt í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Byrjunarlið Liverpool gegn Sevilla: Karius, Gomez, Lovren, Klavan, Moreno, Henderson, Wijnaldum, Coutinho, Mane, Salah, Firmino.
(Varamenn: Mignolet, Milner, Oxlade-Chamberlain, Alexander-Arnold, Sturridge, Solanke, Can )

Byrjunarlið Manchester City gegn Feyenoord: Ederson, Walker, Mangala, Otamendi, Danilo, Gundogan, Yaya Toure, De Bruyne, B Silva, Sterling, Aguero.
(Varamenn: Bravo, Foden, Delph, D Silva, Fernandinho, Diaz, Jesus)

Í H-riðli mætir Borussia Dortmund liði Tottenham. Tottenham er efst í riðlinum (10 stig), Real Madrid er í öðru (7) og svo koma Dortmund og APOEL (bæði 2). Líklegt er að Dortmund falli úr leik í Meistaradeildinni í kvöld. Tottenham gæti tryggt sér efsta sætið.

Harry Kane og Dele Alli byrja báðir hjá Tottenham, en Mauricio Pochettino, stjóri Spurs gerir fjórar breytingar frá tapinu gegn nágrönnum í Arsenal um síðastliðna helgi.

Danny Rose, Serge Aurier, Harry Winks og Son Heung-Min koma allir inn í byrjunarliðið sem má sjá hér að neðan.

Byrjunarlið Dortmund: Burki, Schmelzer, Bartra, Toljan, Weigl, Gotze, Kagawa, Guerreiro, Yarmolenko, Aubameyang, Zagadou.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Aurier, Sanchez, Vertonghen, Rose, Dier, Winks, Eriksen, Dele, Son, Kane.
(Varamenn: Vorm, Davies, Foyth, Trippier, Dembele, Sissoko, Llorente)




Leikir kvöldsins:

E-riðill:
17:00 Spartak Moskva - Maribor
19:45 Sevilla - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)

F-riðill:
19:45 Manchester City - Feyenoord (Stöð 2 Sport 3)
19:45 Napoli - Shakhtar Donetsk

G-riðill:
17:00 Besiktas - FC Porto
19:45 Mónakó - Leipzig (Stöð 2 Sport 5)

H-riðill:
19:45 APOEL Nikósía - Real Madrid
19:45 Borussia Dortmund - Tottenham (Stöð 2 Sport 4)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner