þri 21. nóvember 2017 15:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Er HM-hópur Íslands svona ef hann yrði valinn í dag?
Baráttan um að komast með til Rússlands.
Baráttan um að komast með til Rússlands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn fór ekki með á EM.
Viðar Örn fór ekki með á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir og Tómas Þór reyndu að bregða sér í hugarheim landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 síðasta laugardag.

Þeir settu saman líklegan leikmannahóp Íslands fyrir HM í Rússlandi ef hann yrði valinn í dag. Verkefnið var svo sannarlega strembið.

Smelltu hér til að hlusta á umræðuna

Meðal leikmanna sem eru alveg á barmi þess að komast í hópinn er Arnór Ingvi Traustason, sem spilaði stórt hlutverk á EM í fyrra. Arnór hefur átt erfitt uppdráttar og fékk ekki pláss í þessu vali (sem var auðvitað bara til gamans gert).

Alls eru sex leikmenn sem fóru með á EM sem detta út í þessum ímyndaða hópi. Auk Arnórs eru það Ingvar Jónsson, Haukur Heiðar Hauksson, Rúnar Már Sigurjónsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson.

Af þessum er það bara Eiður Smári sem er pottþéttur á að fara ekki með til Rússlands. Haukur Heiðar er mjög ólíklegur og Kolbeinn Sigþórsson hefur ekkert spilað lengi og afar hæpið að hann fari með.

Inn fyrir þessa leikmenn koma Rúnar Alex Rúnarsson, Ólafur Ingi Skúlason, Rúrik Gíslason, Albert Guðmundsson, Viðar Örn Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson.

Jón Guðni Fjóluson er meðal leikmanna sem voru á barmi þess að komast inn en Diego Jóhannesson er talinn hafa færst langt aftur í baráttunni.

Mögulegur HM-hópur:
Hannes Þór Halldórsson (m) - Randers
Ögmundur Kristinsson (m) - Excelsior
Rúnar Alex Rúnarsson (m) - Nordsjælland*
Birkir Már Sævarsson - Hammarby
Hjörtur Hermannsson - Bröndby
Kári Árnason - Aberdeen
Sverrir Ingi Ingason - Rostov
Ragnar Sigurðsson - Rubin Kazan
Hörður Björgvin Magnússon - Bristol City
Ari Freyr Skúlason - Lokeren
Rúrik Gíslason - Nurnberg*
Theodór Elmar Bjarnason - Elazigspor
Aron Einar Gunnarsson (f) - Cardiff
Emil Hallfreðsson - Udinese
Ólafur Ingi Skúlason - Karabukspor*
Gylfi Þór Sigurðsson - Everton
Albert Guðmundsson - PSV Eindhoven*
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley
Birkir Bjarnason - Aston Villa
Björn Bergmann Sigurðarson - Molde*
Jón Daði Böðvarsson - Reading
Alfreð Finnbogason - Augsburg
Viðar Örn Kjartansson - Maccabi Tel Aviv*

*Voru ekki í hópnum á EM 2016

Smelltu hér til að hlusta á umræðuna úr þættinum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner