Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. nóvember 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliði Hugins leggur skóna á hilluna
Birkir Pálsson.
Birkir Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Birkir Pálsson, fyrirliði Hugins á Seyðisfirði, hefur lagt fótboltaskóna á hilluna margumtöluðu.

Þetta kemur fram á Twitter-síðu Hugins í kvöld.

„#CaptainFantastic (@birkirpals) hefur lagt skóna á hilluna," segir á Twitter-síðu Hugins.

„148 deildar- og bikarleikir með mfl, 5 mörk, 2 Íslandsmeistaratitlar (3.deild 2004 & 2.deild 2015).Auk ótalmargra leikja, Austurl.m.titla og Ísl.m.titils með yngri flokkum Hugins."

Birkir hóf meistaraflokksferil sinn með Hugin árið 2003 og lék með liðinu til 2006 áður en hann fór í Þrótt Reykjavík. Hann lék með Þrótti og Hetti áður en hann fór aftur til Hugins árið 2014.

Hann hjálpaði liðinu m.a. að komast upp í Inkasso-deildina, en í sumar lék hann 21 leiki í 2. deild karla.

Huginn endaði í fimmta sæti 2. deildar eftir harða baráttu.



Athugasemdir
banner
banner
banner