þri 21. nóvember 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Góðar fréttir af Griezmann fyrir Man Utd
Powerade
Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann.
Mynd: Getty Images
Margir stjórar eru orðaðir við WBA í slúðurpakkanum í dag. Tony Pulis var rekinn í gær og WBA leitar nú að eftirmanni hans.



Derek McInnes, stjóri Aberdeen, gæti tekið við WBA eftir að Tony Pulis var rekinn. McInnes er fyrrum fyrirliði WBA. (The Scottish Sun)

WBA vill fá Ronald Koeman, fyrrum stjóra Everton, í stjórastólinn. (Express & Star)

Alan Pardew, Nigel Pearson og Martin O'Neill koma allir til greina hjá WBA. (Guardian)

Sam Allardyce er sagður á óskalista WBA. (Mirror)

Tony Pulis gæti hins vegar tekið við Swansea ef Paul Clement verður rekinn. Pulis er einnig orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Wales. (Daily Telegraph)

Dirk Kuyt, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að Virgil van Dijk myndi henda fullkomlega hjá félaginu. (Sky Sports)

Andy Cole, fyrrum framherji Manchester United, hefur sagt félaginu að legga kapp á að halda Anthony Martial (21). Cole hefur einnig trú á að Marcus Rashford (20) geti náð mjög langt. (ESPN)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur fengið góðar fréttir í baráttunni um Antoine Griezmann (26) framherja Atletico Madrid. Bayern Munchen hefur hætt við að reyna að krækja í Griezmann. (Daily Star)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill fá Riyad Mahrez frá Leicester í janúar. (Don Balon)

Schalke vill fá Mesut Özil (29) frá Arsenal. Özil hóf feril sinn hjá Schalke. (Kicker)

Richarlison (20), framherji Watford, er á óskalistanum hjá mörgum félögum í Kína eftir fimm mörk í tólf leikjum í ensku úrvalsdeildinni. (Watford Observer)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur útilokað að selja Daniel Sturridge (28) í janúar. (Liverpool Echo)

Chris Coleman, nýráðinn stjóri Sunderland, vill fá þá Danny Ward (24) og Ben Woodburn (18) á láni frá Liverpool. (Sunderland Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner