Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. nóvember 2017 22:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Í dag er sérstakur dagur fyrir félagið
Mynd: Getty Images
„Þetta var mjög erfitt, það var flókið að finna pláss. Stundum gerist það," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 1-0 sigur á Feyenoord í Meistaradeildinni í kvöld.

City tryggði sér sigur í riðli sínum með sigrinum. Það tók langan tíma að brjóta niður Feyenoord en það tókst loks á 88. mínútu þegar Raheem Sterling skoraði það sem reyndist vera sigurmarkið.

„Seinni hálfleikurinn var miklu, miklu betri. Við fengum færi og okkur tókst að vinna. Við erum ánægðir."

Hinir ungu og efnilegu Phil Foden og Brahim Diaz komu inn á sem varamenn í kvöld. Guardiola var ánægður með það.

„Í dag er sérstakur dagur fyrir alla hjá félaginu," sagði Guardiola. „Akademían hefur unnið hörðum höndum undanfarin ár og í kvöld komu Phil Foden og Brahim Diaz inn á."
Athugasemdir
banner
banner