Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. nóvember 2017 22:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Við hættum að spila fótbolta
Mynd: Getty Images
„Við hættum að spila fótbolta í seinni hálfleiknum," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 3-3 jafntefli gegn Sevilla í ótrúlegum fótboltaleik í Meistaradeildinni í kvöld.

Liverpool komst í 3-0, en gaf eftir í seinni hálfleiknum og úr varð ótrúlegt hrun sem endaði með því að leikurinn endaði 3-3.

„Við erum með eitt alvöru vopn, að spila fótbolta. Við gerðum það ekki í síðari hálfleiknum áður en við fengum á okkur annað markið."

„Það er allt í lagi að vera með sjálfstraust eftir fyrri hálfleikinn, en það er augljóst hvað við gerðum, við hættum að spila fótbolta. Aðalmistök okkar voru að hætta að spila fótbolta í 15 mínútur. Við vorum passívir og of djúpir á vellinum. Þeir börðust, komust aftur inn í leikinn og fyrir það eiga þeir hrós skilið," sagði Klopp.

„Mér líður eins og við höfum tapað leiknum, en við töpuðum ekki. Það er einn leikur eftir og þetta er enn í okkar höndum."
Athugasemdir
banner
banner