Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 21. nóvember 2017 16:10
Elvar Geir Magnússon
Massimo Oddo nýr þjálfari Emils og félaga (Staðfest)
Oddo er tekinn við Udinese.
Oddo er tekinn við Udinese.
Mynd: Getty Images
Udinese, félag Emils Hallfreðssonar, hefur staðfest að Massimo Oddo sé nýr þjálfari.

Oddo kemur í stað Luigi Del Neri sem var rekinn þar sem árangur Udinese á tímabilinu hefur ekki verið eftir væntingum.

Oddo er fyrrum landsliðsmaður Ítalíu en hann spilaði einn leik á HM 2006 þar sem Ítalía stóð uppi sem sigurvegari. Hann er fyrrum þjálfari Pescara.

Tapleikur gegn Cagliari um liðna helgi reyndist hálmstráið hjá Del Neri sem entist þrettán mánuði í starfi.

Emil hefur ekki spilað síðustu leiki Udinese vegna meiðsla.

„Ég þakka félaginu fyrir þetta tækifæri. Þetta er félag með mikinn metnað og frábærar aðstæður, æfingasvæðið og leikvangurinn til dæmis," segir Oddo.

„Ég er viss um að þessi leikmannahópur geti náð árangri. Það eru hæfileikaríkir leikmenn hér og spennandi ungir leikmenn. Frá og með deginum í dag byrja allir á núlli."

Leikmenn Udinese koma frá öllum heimshornum; Brasilíu, Íslandi, Írak og Fílabeinsströndinni sem dæmi. Liðið er í 14. sæti ítölsku A-deildarinnar, aðeins þremur stigum frá fallsæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner