Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. nóvember 2017 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Hrun Liverpool - City og Spurs unnu riðla sína
Mynd: Getty Images
City vann riðil sinn.
City vann riðil sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kane var auðvitað á skotskónum.
Kane var auðvitað á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Liverpool mistókst að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld eftir ótrúlegan viðsnúning.

Liverpool sótti Sevilla heim og það er óhætt að segja að fyrri hálfleikurinn hafi verið frábær fyrir gestina.

Roberto Firmino kom Liverpool yfir strax í upphafi og Sadio Mane tvöfaldaði forystuna 20 mínútum síðar. Mane lagði síðan þriðja markið upp fyrir áðurnefndan Firmino, 3-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum breyttist allt. Wissam Ben Yedder skoraði tvisvar og breytti stöðunni í 3-2 og þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði Guido Pizarro í 3-3 fyrir heimamenn í Sevilla.

Ótrúlegt jafntefli staðreynd og stuðningsmenn Liverpool eru væntanlega gífurlega svekktir. Liverpool hefði tryggt sér sigur í riðlinum með sigri, en nú er ekki endilega víst að liðið fari áfram, þó það sé mjög líklegt. Liverpool mætir Spartak Moskvu í lokaleik sínum.

Sevilla er með sjö stig og mætir Maribor í næstu umferð, lokaumferðinni. Sevilla er því í mjög fínum málum.

Manchester City tryggði sér sigur í sínum riðli í kvöld. City marði Feyenoord í Manchester 1-0 og þeir eru með fullt hús stiga. Shakhtar Donetsk er í ágætis málum í sama riðli, í öðru sæti fyrir lokaumferðina þrátt fyrir 3-0 tap gegn Napoli í kvöld.

Mónakó er úr leik eftir 4-1 tap gegn RB Leipzig. Mónakó komst alla leið í undanúrslit á síðasta tímabili en fer ekki lengra núna.

RB Leipzig og Porto eru að berjast um annað sætið í G-riðli, bæði lið hafa sjö stig, en Besiktas er komið áfram og hefur unnið riðilinn.

Tottenham vann svo Dortmund 2-1 eftir að hafa lent undir og Real Madrid lék sér að APOEL frá Kýpur. Tottenham og Real Madrid eru komin áfram, en Tottenham hefur unnið H-riðilinn.

E-riðill:
Sevilla 3 - 3 Liverpool
0-1 Roberto Firmino ('2 )
0-2 Sadio Mane ('22 )
0-3 Roberto Firmino ('30 )
1-3 Wissam Ben Yedder ('51 )
2-3 Wissam Ben Yedder ('60 , víti)
3-3 Guido Pizarro ('90 )

F-riðill:
Manchester City 1 - 0 Feyenoord
1-0 Raheem Sterling ('88 )

Napoli 3 - 0 Shakhtar D
1-0 Lorenzo Insigne ('56 )
2-0 Piotr Zielinski ('81 )
3-0 Dries Mertens ('83 )

G-riðill:
Mónakó 1 - 4 RB Leipzig
0-1 Jemerson ('6 , sjálfsmark)
0-2 Timo Werner ('9 )
0-3 Timo Werner ('31 , víti)
1-3 Radamel Falcao ('43 )
1-4 Naby Keita ('45 )

H-riðill:
APOEL 0 - 6 Real Madrid
0-1 Luka Modric ('23 )
0-2 Karim Benzema ('39 )
0-3 Nacho ('41 )
0-4 Karim Benzema ('45 )
0-5 Cristiano Ronaldo ('49 )
0-6 Cristiano Ronaldo ('54 )

Borussia D. 1 - 2 Tottenham
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('31 )
1-1 Harry Kane ('49 )
1-2 Son Heung-Min ('76 )



Athugasemdir
banner
banner