Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. nóvember 2017 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Tókst ekki að setja pressu á Liverpool
Besiktas komið áfram í 16-liða úrslit
Besiktas er komið áfram.
Besiktas er komið áfram.
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum er nú þegar lokið í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Spartak Moskvu mistókst að setja pressu á Liverpool og Sevilla. Spartak tókst ekki að leggja Maribor frá Slóveníu að velli.

Spartak komst yfir á 82. mínútu með marki Ze Luis, en Maribor, sem sló FH úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar, jafnaði þegar komið var fram í uppbótartíma. Þetta var annað stig Maribor í keppninni, en Spartak Moskva hefur sex stig eftir fimm leiki.

Liverpool er á toppi riðilsins með átta stig og Sevilla hefur sjö stig. Þessi lið mætast í kvöld, klukkan 19:45.

Í hinum leiknum sem var að ljúka gerðu Besiktast og Porto 1-1 jafntefli. Besiktas er komið upp úr riðlinum með 11 stig en Porto hefur sjö stig og á enn möguleika á að komast áfram.

E-riðill:
Spartak 1 - 1 Maribor
1-0 Ze Luis ('82 )
1-1 Jasmin Mesanovic ('90 )

G-riðill:
Besiktas 1 - 1 Porto
0-1 Felipe ('29 )
1-1 Anderson Talisca ('41 )

Sjá einnig:
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Lallana ekki í hóp
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner