Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 21. nóvember 2017 23:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Páll: Gefum norskum liðum ekki leikmenn
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Þetta var frábær sigur," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-0 sigur Stjörnunnar á FH í Bose mótinu í kvöld.

„Þetta var flott, við áttum skilið að skora þetta mark. Ég er ánægður með vinnusemina og leikgleðina."

„Þetta var fínasti leikur, kannski ekki mikið um opin færi, við fengum færi. Þetta var ágætlega spilaður leikur, við lágum svolítið í vörn í fyrri hálfleik og áttum reyndar þrjú, fjögur góð upphlaup í fyrri hálfleik einnig. Síðan gerum við fullt af skiptingum og það eru ungir strákar að stíga sín fyrstu skref í meistarflokki sem er ánægjulegt."

„Þetta er gott mót og gefur okkur helling," sagði svo Rúnar aðspurður út í Bose mótið sem er að hefjast.

Sandefjord í Noregi gerði tilboð í framherjann Hólmbert Aron Friðjónsson á dögunum. Rúnar Páll segir ekkert að frétta.

„Það er ekkert að frétta," sagði Rúnar. „Ég er að segja satt, við ætlum ekki gefa leikmenn frá okkur. Við erum á þeim stað sem félag að það er óþarfi að gefa norskum liðum okkar bestu leikmenn"

„Hólmert stóð sig feykivel og við stólum á hann sem leikmann. Ef við fáum sanngjarnt og gott tilboð í hann þá stöndum við ekki í vegi fyrir hann en við ætlum ekki að gefa hann."

En eru einhverjir nýir leikmenn á leið í Stjörnuna?

„Nei, ekki eins og staðan er núna. Við erum með frábæran leikmannahóp og ungir strákar að koma upp. Þeir þurfa glugga til að sanna sig," sagði Rúnar að lokum.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner