Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. nóvember 2017 15:21
Elvar Geir Magnússon
Þorvaldur dæmir í deildinni í Sádi-Arabíu
Þorvaldur dæmir í Sádi-Arabíu.
Þorvaldur dæmir í Sádi-Arabíu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Íslenskt dómaratríó verður starfandi á leik Al Batin og Al Taawon í Sádi-Arabísku deildinni á laugardaginn.

Þetta verður í fyrsta sinn sem íslenskir dómarar dæma deildarleik á þessu svæði heimsins en Þorvaldur Árnason verður aðaldómari. Þorvaldur var valinn dómari ársins á Íslandi 2016.

Aðstoðardómarar í leiknum verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson.

Yfirmaður dómaramála í Sádi-Arabíu er Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni. Clattenburg var meðal bestu dómara heims og dæmdi úrslitaleik EM og Meistaradeildarinnar.

Það var Clattenburg sem bauð íslensku dómurunum til Sádi-Arabíu í þetta verkefni.

„Það er kærkomið að fá þetta verkefni og það brýtur upp okkar undirbúning fyrir næsta tímabil. Það gerir manni alltaf gott að kynnast öðruvísi aðstæðum. Svo er gaman að kíkja til Asíu og vonandi mun gefast tími til að fara á kameldýrabak," segir Jóhann Gunnar aðstoðardómari.

Fleiri íslenskir dómarar eru í erlendum verkefnum þessa vikuna. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik Molde og FC Zimbru Chisinau í Evrópukeppni unglingaliða. Leikurinn fer fram í Molde í Noregi. Aðstoðardómarar Vilhjálms í leiknum verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Bryngeir Valdimarsson.
Athugasemdir
banner
banner