Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. nóvember 2017 19:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Van Gaal næsti stjóri Gylfa?
Louis van Gaal.
Louis van Gaal.
Mynd: Getty Images
Það hefur gengið afskaplega illa hjá Everton að finna nýjan knattspyrnustjóra til að taka við liðinu.

Ronald Koeman var rekinn frá Everton fyrir um mánuði síðan og David Unsworth er enn að stýra liðinu. Unsworth tók við af Koeman á meðan Everton var að finna nýjan mann í brúnna.

Sú leit hefur ekki gengið nægilega vel.

Marco Silva fær ekki að fara frá Watford til að taka við Everton, Sean Dyche er ánægður hjá Burnley og Stóra Sam Allardyce var nóg boðið eftir að hafa beðið óralengi eftir svari frá Everton.

En hver á að taka við Gylfa og félögum? Samkvæmt veðbönkum er Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, orðinn frekar líklegur. Hann er búinn að taka fram úr Dyche og Allardyce í veðbönkum en Marco Silva er enn fremstur.




Næsti stjóri Everton:

8/11 Marco Silva
3/1 David Unsworth
5/1 Louis Van Gaal
6/1 Sean Dyche
16/1 Sam Allardyce

Blaðakonan Carrie Brown segir það útilokað að Van Gaal taki við Everton. Allt mun þetta skýrast, væntanlega fljótlega.



Athugasemdir
banner
banner