þri 21. nóvember 2017 17:15
Elvar Geir Magnússon
Zidane sagður vera byrjaður að plana hreinsun
Bale seldur næsta sumar?
Bale seldur næsta sumar?
Mynd: Getty Images
Spænskir fjölmiðlar segja að Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, sé þegar farinn að undirbúa hreinsun í leikmannahópi sínum eftir tímabilið.

Sagt er að Gareth Bale sé einn af átta leikmönnum sem hann hyggist losa. Real Madrid er tíu stigum á eftir toppliði Barcelona í La Liga.

Diaro Gol segir að Zidane hafi látið Florentino Perez, forseta Real Madrid, vita af því hvaða leikmenn eru ekki í hans áætlunum á Bernabeu.

Bale hefur verið orðaður við Manchester United en velski sóknarleikmaðurinn á í sífelldum meiðslavandræðum.

Þá er sagt að Zidane sé tilbúinn að selja króatíska miðjumanninn Luka Modric en mörg félög væru til í að hafa þann öfluga leikmenn í sínum röðum.

Einnig verða Marcos Llorente, Kiko Casilla, Achraf og Vallejo fáanlegir næsta sumar samkvæmt Diaro Gol. Lucas Vazquez og Dani Ceballos eru líklegir til að fara á lán í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner