Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. desember 2014 09:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Alan Irvine: Vorum betra liðið
Alan Irvine.
Alan Irvine.
Mynd: Getty Images
Alan Irvine, þjálfari West Brom átti erfitt með að útskýra hvað fór úrskeiðis í 3-2 tapi liðsins gegn QPR í gær.

West Brom voru komnir 2-0 yfir eftir aðeins 20 mínútur á Loftus Road eftir mörk frá Joleon Lescott og Silvestre Varela en þrenna frá Charlie Austin tryggði QPR sigur.

Öll mörk QPR komu eftir hornspyrnur, en Irvine neitaði að liðið ætti í erfiðleikum með að verjast föstum leikatriðum.

,,Við erum góðir að verjast þeim," sagði Irvine.

,,Við fáum ekki auðveld mörk á okkur úr föstum leikatriðum, við vinnum mikið í þeim og erum tilbúnir. Við vitum hvað við þurfum að gera en við gerðum það ekki nógu vel í dag."

,,Það er erfitt að taka þessu þar sem við spiluðum vel. Við vorum betra liðið en við vörðumst ekki nógu vel í hornspyrnum. Það kostaði sitt í lokin."
Athugasemdir
banner
banner
banner