Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 21. desember 2014 19:02
Alexander Freyr Tamimi
Chris Anderson gengur ekki til liðs við ÍA
Skagamenn semja ekki við Anderson.
Skagamenn semja ekki við Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski miðjumaðurinn Chris Anderson, sem var á reynslu hjá ÍA, mun ekki semja við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍA.

Anderson var á reynslu hjá Skagamönnum á dögunum og lék æfingaleik gegn Fylki fyrir tveimur vikum. Hann æfði svo með ÍA í síðustu viku og átti að spila æfingaleik gegn ÍBV. Hann meiddist hins vegar á síðustu æfingunni fyrir leik og því tók hann ekki þátt í leiknum.

Í kjölfarið ákváðu Skagamenn að semja ekki við leikmanninn, sem er 24 ára gamall.

Anderson var á mála hjá Burnley frá 9 ára aldri en félagið losaði hann undan samningi árið 2011. Í kjölfarið gekk hann til liðs Gombak United í Singapore og lék með liðinu eitt keppnistímabil en snéri þá aftur til Englands og lék áhugamannaliðinu Colne í níundu efstu deild Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner