Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. desember 2014 15:24
Arnar Geir Halldórsson
England: Dramatík í nágrannaslagnum
Adam Johnson var hetja Sunderland
Adam Johnson var hetja Sunderland
Mynd: Getty Images
Steven Taylor sárþjáður
Steven Taylor sárþjáður
Mynd: Getty Images
Newcastle 0 - 1 Sunderland
0-1 Adam Johnson ('90 )



Newcastle og Sunderland mættust í grannaslag á St.James´ Park í dag. Gus Poyet þurfti að gera breytingu á byrjunarliði sínu þegar Anthony Reveilliere meiddist í upphitun. Sebastian Coates kom inn í byrjunarliðið í hans stað.

Það var rafmagnað andrúmsloft og hart tekist á eins og alltaf þegar þessi lið mætast og leit fyrsta gula spjaldið dagsins ljós eftir aðeins tvær mínútur. Sunderland fékk bestu færi fyrri hálfleiks og það var Steven Fletcher sem komst næst því að skora en skot hans endaði í þverslánni.

Steven Taylor, varnarmaður Newcastle, fékk þungt höfuðhögg í upphafi seinni hálfleiks og meðan verið var að gera að sárum hans fékk Jordi Gomez upplagt færi en skaut boltanum framhjá. Heimamenn sóttu í sig veðrið og á 63.mínútu átti Ayoze Perez gott skot sem Costel Pantillimon varði frábærlega.

Það leit allt út fyrir að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli en á 90.mínútu geystust gestirnir í skyndisókn sem endaði með því að Adam Johnson skoraði og tryggði Sunderland sætan sigur.

Sigurinn fleytir Sunderland í 14.sæti en Newcastle er í 9.sæti deildarinnar.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner