Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 21. desember 2014 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
England í dag - Liverpool og Arsenal mætast í stórleik
Steven Gerrard verður í eldlínunni í dag.
Steven Gerrard verður í eldlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
Tveir hörkuleikir eru á dagskrá í enska boltanum í dag.

Annars vegar mætast Newcastle og Sunderland í grannaslag á St'James Park og hins vegar mætast Liverpool og Arsenal í stórleik á Anfield.


Það er alltaf dramatík er Newcastle og Sunderland mætast en það er einn heitasti grannaslagurinn í enska boltanum og mikið undir. Oftar en ekki er mikið af mörkum og umdeildum atvikum.

Liverpool og Arsenal mætast á Anfield en bæði lið hafa verið mikið gagnrýnd á þessu tímabili.

Liverpool eru aðeins í 11. sæti með 21 stig eftir sex sigurleiki í 16 leikjum. Arsenal situr hins vegar í sjöunda sæti en geta skellt sér upp að hlið Southampton í fimmta sæti með sigri.

Með sigri kemst Liverpool í efri hluta deildarinnar og geta meðal annars komist yfir granna sína hjá Everton með sigri.

Leikir dagsins:
13:30 Newcastle United - Sunderland
16:00 Liverpool - Arsenal
Athugasemdir
banner