banner
   sun 21. desember 2014 11:16
Arnar Geir Halldórsson
Gareth Bale til Man Utd - Schneiderlin til Arsenal
Powerade
Endar Gareth Bale á Old Trafford?
Endar Gareth Bale á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Berahino er orðaður við Spurs
Berahino er orðaður við Spurs
Mynd: Getty Images
Sagan endalausa af Reus
Sagan endalausa af Reus
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn á sunnudögum er alltaf þéttur. BBC tók saman.



Manchester United er byrjað að undirbúa kaup á Gareth Bale og ætlar að fá kappann til liðs við sig næsta sumar. (Sunday Express)

Liverpool íhugar að fá Fernando Torres aftur til liðsins en hann er á tveggja ára láni hjá AC Milan frá Chelsea. (Mail on Sunday)

Manchester United undirbýr tilboð í Nico Gaitan og Enzo Perez, leikmenn Benfica. Louis van Gaal vill einnig fá landa sinn, Kevin Strootman. Talið er að þessir þrír muni kosta United 80 milljónir punda. (Daily Star)

Inter Milan hyggst reyna að fá Aaron Lennon frá Tottenham í janúar. (Daily Star)

Tottenham ætlar að gera tilraun til að fá Saido Berahino frá WBA. (Sun)

Aston Villa mun ganga frá kaupum á Tom Cleverley í janúar en Cleverley er á láni hjá liðinu frá Man Utd. (Sunday Mirror)

Arsenal mun leggja fram risatilboð í Morgan Schneiderlin, miðjumann Southampton, í janúar. (Metro)

Arsenal mun einnig reyna við Christoph Kramer, leikmann Leverkusen, en hann er verðmetinn á 20 milljónir punda. (Mail on Sunday)

Real Madrid er búið að ganga frá því að Marco Reus gangi til liðs við heimsmeistarana næsta sumar fyrir 20 milljónir punda. (Sunday Express)

Southampton mun kaupa Eljero Elia, kantmann Werder Bremen, í janúar. (Sunday Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner