Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 21. desember 2014 10:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Pardew segir Alnwick að vera hetju gegn Sunderland
Alan Pardew.
Alan Pardew.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew, þjálfari Newcastle hefur sagt Jak Alnwick, markmanni liðsins að gleyma martröðinni sem hann varð fyrir á White Hart Lane og verða hetja gegn Sunderland í grannaslag í dag.

Hinn 21 árs markmaður fór beint í djúpu laugina þar sem Tim Krul og Rob Elliot eru báðir meiddir, en hann átti erfiðan leik gegn Tottenham í vikunni og átti sökina í fleiri en einu marki, í 4-0 tapi.

Til að bæta gráu ofan á svart meiddist hann á öxl, en hann hefur nú jafnað sig og mun verja mark Newcastle í leiknum.

,,Ég er búinn að spjalla við hann, ég hefði gert það þótt hann hefði ekki gert mistök því ég held það sé mikilvægt að spjalla við unga leikmenn sem eru í aðalliðinu."

,,Hann var óheppinn með mistökin sín því honum var refsað harðlega fyrir þau. Stundum kemst maður upp með þau. Ég hef séð mikið betri markmenn en Jak gera sömu mistök."

,,Honum leið illa með mistökin, eins og maður ýmindar sér, en ég sagði honum að líða ekki of illa með það, hann þarf að jafna sig og koma sterkur inn í leikinn í dag og vera hetja," sagði Pardew.
Athugasemdir
banner
banner