Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. desember 2014 06:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Pochettino: Harry Kane á skilið sæti í landsliðinu
Harry Kane hefur staðið sig vel á tímabilinu.
Harry Kane hefur staðið sig vel á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, þjálfari Tottenham segir að Harry Kane, leikmaður liðsins, eigi skilið að vera kallaður inn í enska landsliðið.

Hinn 21 árs gamli framherji skoraði fyrsta mark Tottenham í 2-1 sigri liðsins á Burnley á White Hart Lane í gær en hann skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf Nacer Chadli en hann hefur nú skorað 14 mörk í öllum keppnum.

Kane hefur nú skorað þrjú mörk í síðustu þremur leikjum og segir Pochettino að hann eigi skilið sæti í landsliðshóp Roy Hodgson.

,,Ég vil það besta fyrir mína leikmann og Kane er mjög efnilegur og hefur mikla hæfileika, ef hann heldur áfram að spila eins og hann er að gera þá á hann skilið að fá tækifæri með landsliðinu."

,,Það er orðið venjulegt að Harry Kane sé að skora. Við erum mjög ánægðir með hann. Hann vinnur vel fyrir liðið og skorar mörk sem er mjög mikilvægt fyrir framherja."

Eftir mark Kane, jafnaði Burnley með fallegu marki Ashley Barnes en Erik Lamela skoraði sigurmarkið og tryggði Tottenham stigin þrjú.
Athugasemdir
banner
banner